Eitt í dag og annað á morgun???

Það er magnað hvernig Landsnet lagar málflutning sinn að aðstæðum hverju sinni. Hvað er satt og hvað er logið? Er eitthvað satt?

Þann 13. febrúar s.l. var haft eftir framkvæmdastjóra Landsnets, í stórri fyrirsögn í Morgunblaðinu, að aðeins loftlínur tryggja fullt afhendingaröryggi fyrir álver, sjá hér.

Þetta var sagt þegar Sandgerði hafði hafnað háspennulínum um Ósabotna, sjá fundargerð bæjarstjónar 7. febrúar.

En þrátt fyrir hræðsluáróður Landsnets um að "aðeins loftlínur tryggja fullt afhendingaröryggi fyrir álver" og ítrekaðar heimsóknir til sveitarstjórnar stóð Sandgerði við sitt, sjá fundargerð bæjarstjónar 14. mars.

Þar með var ljóst að orkan yrði að fara með jarðstrengjum. Og þá var vandamálið um afhendingaröryggi úr sögunni.

Er það von að maður spyrji, hvað er satt? hvað er logið? er eitthvað satt?


mbl.is Fráleitt að tala um að forsendur álvers í Helguvík hafi breyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband