Opinn fundur um álver í Helguvík - föstudaginn 12. janúar kl. 20:00


Ef álver rís í Helguvík mun það kalla á margar nýjar virkjanir víðsvegar á Reykjanesskaganum með tilheyrandi umhverfisraski og háspennulínum. Reykjanesskaginn hefur jarðfræðilega sérstöu á heimsvísu og þar af leiðandi er verndargildi hans afar hátt.

Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa svæðisins en samt er unnið að framvindu málsins af fullum krafti. Mikilvægt er að þeir sem hafa efasemdir um áformin komi saman og ræði málið til þess að fá yfirsýn yfir hvað í áformunm felst. Í þeim tilgangi er hér með boðað til opins fundar þar sem varpað verður ljósi á áformin og áhrif þeirra á dýrmæta náttúru Reykjanesskagans. Greint verður frá hugmyndum um eldfjallagarð sem gæti skapað góð tækifæri til atvinnuuppbyggingar án þess að fórna þurfi náttúruauðlindum og stórbrotnu landslagi Reykjanesskagans.

Framsögumenn á fundinum verða, Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur stjórnarmaður í Náttúruvaktinni, Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, og Ægir Sigurðsson, kennari.

Ómar Ragnarsson kynnir og sýnir myndskeið þar sem sjá má spjöll vegna jarðhitarannsókna við Sogin hjá Trölladyngju og ósnortin viðerni Brennisteinsfjalla.

Fundarstaður: Svarta pakkhúsið, Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ.
Fundartími: Föstudaginn 12. janúar kl. 20:00.

Til fundarins boðar undirbúningshópur um stofnun samtakanna Sól á Suðurnesjum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með stofnun samtakanna og gangi ykkur vel á fundinum í kvöld. Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.1.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Sól á Suðurnesjum

Takk fyrir það Hlynur!

Sól á Suðurnesjum, 11.1.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband