Skynsamlegt

Það er margt sem bendir til þess að það kunni að vera skynsamlegt að fresta (í það minnsta) stóriðjuframkvæmdum um nokkur ár. Þar má t.a.m. nefna eftirfarandi fjögur atriði.

1) Verkefnisstjóri djúpborunarverkefnisins telur að djúpborunin kunni að skila af sér rafmagni eftir 6 - 9 ár. Nái vonir þar á bæ fram að ganga má e.t.v. útvega orku fyrir álver án þess að raska fleiri svæðum.

2) Náttúruverndargildi háhitasvæða hefur ekki verið metið með fullnægjandi hætti í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í 2. áfanga rammaáætlunarinnar stendur til að gera það. Ákvörðun um nýtingu jarðvarmasvæðanna áður en þær niðurstöður liggja fyrir eru ótímabærar.

3) Á Suðurnesjum er ekki mikið atvinnuleysi þrátt fyrir að herinn hafi nýlega farið.

4) Hagkerfið í heild sinni kallar ekki á frekari framkvæmdir með þeirri þenslu sem slíku fylgir.

Þessi skoðun Samfylkingarinnar um að fresta stóriðjuframkvæmdum virðist því vera mjög skynsamleg. Takk Ingibjörg.

 


mbl.is Samfylkingin vill fresta stóriðjuframkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband