Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Opinn fundur í Grindavík í kvöld
Í kvöld, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.00, mun Sól á Suðurnesjum standa fyrir opnum fundi í Saltfisksetrinu í Grindavík. Yfirskrift fundarins er: Álver í Helguvík, virkjanir og háspennulínur í Grindavík. Dagskrá er svohljóðandi:
Samtökin Sól á Suðurnesjum og markmið þeirra: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, heimspekingur og talskona samtakanna.
Umhverfisáhrif álvers í Helguvík: Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar.
Útivist á Reykjanesskaganum: Börkur Karlsson, leiðsögumaður.
Opnar umræður.
Við hvetjum alla Suðurnesjabúa til að sýna samstöðu og fjölmenna á fundinn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.