Föstudagur, 9. mars 2007
Loftslagið í Evrópu
Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að á loftslagsráðstefnu Evrópusambandsins í Brussel verði kynnt ný áætlun í loftslagsmálum sem muni hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Stefnt er að því að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði 20% minni árið 2020 en árið 1990.
Við Íslendingar ættum að fylgja Evrópu eftir í þessum málum. Í stað þess að auka útblástur okkar sífellt með lúxusjeppum og álverum ættum við að vera að sýna öðrum fordæmi. Evrópa vonast til að Kína, Indland og Bandaríkin verði með okkur á bandi. Ættum við ekki að einbeita okkur að því að miðla þekkingu okkar á hreinni orku til þessara landa í stað þess að fylla landið okkar af álverum? Ættum við ekki að einbeita okkur að því að draga úr framleiðslu í orkufrekum iðnaði eins og áliðnaði frekar en að auka hana?
Blair segir gríðarlegar breytingar í vændum í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.