Árni, hvað gerðir þú núna?

Í fjölmiðlum í dag mátti sjá fréttatilkynningu þess efnis að ráðist verði í framkvæmdir í Helguvík síðar á árinu sem ljúka eigi ekki síðar en árið 2015. Nefndar voru fjármálastofnanir sem mögulegir fjárfestar og gefið var í skyn allt væri nokkurvegin klappað og klárt. Ef þetta er rétt þá vita stjórnendur Norðuráls eitthvað meira en að okkur er haldið því ég veit ekki betur en að Sandgerðingar séu enn andsnúnir línumannvirkjum. Hvernig ætla þeir að koma orku öðruvísi inn í Helguvík? Getur verið að þrátt fyrir gagnrýni á leynimakk og bakherbergisfundi þá séu ráðandi öfl í þessu máli komin enn dýpra í pukrið? Á að keyra þetta í gegn á brynvörðum trukki?  

 

 

 

Elvar Geir Sævarsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband