Til hamingju Hafnarfjörður!

Nú eru Hafnfirðingar búnir að kjósa um stækkun álvers í Straumsvík, og við fögnum niðurstöðu þeirra. En hvenær eigum við á Suðurnesjum að fá að kjósa um álver í Helguvík? Í leiðara Morgunblaðsins í dag segir: "Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur sagt að ekki sé hægt aðp efna til sambærilegrar atkvæðagreiðslu á Suðurnesjum, vegna þess, að samningar hafi þegar verið gerðir við Norðurál. En spyrja má, hvort ekki sé hægt að taka upp viðræður við forráðamenn Norðuráls þannig að þeir leysi Reykjanesbæ undan þeim skuldbindingum. Eftir atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði er erfitt fyrir forráðamenn Reykjanesbæjar að vera ekki öruggir um stuðning almennings á Suðurnesjum við ákvörðun um byggingu álvers þar."

Ef það á að vera í höndum sveitarfélaganna að ákvarða framtíð Íslands í stóriðjumálum, þá verður það sama að gilda um öll sveitarfélögin. Það þýðir ekki að íbúar eins sveitarfélags fái að kjósa en að í næsta sveitarfélagi sjái tveir bæjarstjórar og félagar þeirra um að taka ákvörðunina. Það sama á að gilda fyrir alla, og fyrst Hafnfirðingar fá að kjósa um sína framtíð eigum við Suðurnesjabúar rétt á því að fá að gera slíkt hið sama.

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Til hvers að kjósa um þetta?  Við kusum fólk til valda sem þorir og á að taka ákvörðun.  Annað en þeir í Hafn. Þó svo að yrði kosið tel ég að meirihluti Suðurnesjamanna vilji Álver í Helguvík.  Enda fátt sem mælir gegn því.  Svo er rétt hjá Árna að efna ber samninga, ferlið er hafið og of seint að skipta um skoðun núna.  Árni og félagar fengu frábæra kosningu í síðustu kosningum og hafa tekið ákvörðun í okkar umboði.

Örvar Þór Kristjánsson, 7.4.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband