Mogginn heldur áfram að skamma Árna

Mogginn er óþreytandi í því að minna yfirvöld í Reykjanesbæ á mikilvægi
íbúalýðræðis. Í Reykjavíkurbréfinu á sunnudag segir m.a:

"Hugmyndum um þjóðaratkvæði um einstök stór mál eða atkvæðagreiðslu í
einstökum sveitarfélögum hefur að vísu verið misjafnlega tekið í flokkunum
en þó fer ekki á milli mála, að þær eiga vaxandi stuðningi að fagna í öllum
flokkum. Það verður t.d. erfitt fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar að standa
frammi fyrir kjósendum sínum að þremur árum liðnum hafi ákvörðun verið tekin
um álver í Helguvík án þess að leggja hana undir atkvæði fólks á
Suðurnesjum. Og þótt bæjarstjórnin geti vísað til samninga, sem þegar hafi
verið gerðir við Norðurál, hafa talsmenn hennar engu svarað þeim ábendingum,
að það sé einfaldlega hægt að taka upp samningana við Norðurál og óska eftir
stuðningi þess við að atkvæðagreiðsla fari fram. Það væri afar óskynsamlegt
fyrir Norðurál að hafna slíkum óskum bæjarstjórnar Reykjanesbæjar."



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Viðbrög við opnu bréfi Sólar á Suðurnesjum?

Ég er forvitin - fenguð þið einhver viðbrögð við bænarbréfi ykkar til fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn HS um daginn? Engin viðbrögð á netinu - ef til vil einhver tæknileg vandamál! http://valgerdurhalldorsdottir.blog.is/blog/valgerdurhalldorsdottir/entry/0

Valgerður Halldórsdóttir, 24.4.2007 kl. 10:59

2 Smámynd: Sól á Suðurnesjum

Viðbrögðin voru þau að við þyrftum nú ekkert að vera að minna Samfylkingarmenn á þetta, þeir væru með allt sitt á hreinu varðandi íbúalýðræði. Og það má segja að þeir hafi sýnt það í verki, þeir lögðu fram þá tillögu að samningunum yrði frestað en því var auðvitað hafnað..

Sól á Suðurnesjum, 24.4.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband