Bréf til íbúa í Vogum

Í gær sendi Sól á Suðurnesjum eftirfarandi bréf til allra íbúa í Vogum:

Kæri íbúi Voga,

Bú stendur yfir undirbúningur vegna hugsanlegs álvers í Helguvík. Á næstunni verða teknar ákvarðanir um hvernig orkuflutningum skuli háttað. Kortið á bakhlið þessa bréfs sýnir frumhugmyndir Landsnets í þeim efnum. Eins og sjá má yrðu háspennulínurnar að verulegu leyti í landi Voga.

Náttúra Reykjanesskagans er einstök á heimsvísu, í skaganum liggja einstök tækifæri til ferðaþjónustu og útivistar. Þar eiga íbúar í Vogum sannkallaða náttúruperlu í bakgarðinum. Myndinni hér til hliðar er ætlað að tjá upplifun náttúruunnenda ef áformin ná  óhindrað fram að ganga.

Tekjur af hugsanlegu álveri í Helguvík myndu renna í sjóði Garðs og Reykjanesbæjar. Náttúruspjöllin og umhverfisraskið yrðu hinsvegar að mestu leyti í öðrum sveitarfélögum Reykjanesskagans. Ekki síst í Vogum.

Sandgerðingar höfnuðu háspennlínum um Stafnes og Ósabotna, m.a. vegna þess að þær myndu rýra gildi svæðisins og minnka möguleika sveitarfélagsins til fjölbreyttrar nýtingar. Í kjölfarið var ákveðið að leggja jarðstreng fré Fitjum til Helguvíkur, þrátt fyrir að áður hafi talsmenn framkvæmdanna haldið því fram að jarðstrengur uppfylli ekki kröfur álvers um afhendingaröryggi.

Það er hóflegt og málefnalegt að ætlast til þess að umhverfsraski sé haldið í lágmarki ef til þess kemur að álver rísi í Helguvík. Sól á Suðurnesjum hvetur íbúa í Vogum til þess að verja hagsmuni sína og hafna háspennulínum líkt og Sandgerðingar hafa þegar gert.

Sumarkveðja frá Sól á Suðurnesjum.

Með bréfinu fylgdi kort af hugmyndum Landsnets um línulagnir og mynd sem tjáir upplifun náttúruunnandans af því hvernig háspennulínur geta haft áhrif á fegurð svæðisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband