Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Jarðstrengir þola eldingar
Í drögum að nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Voga er gert ráð fyrir að lagður verði jarðstrengur í kant Reykjanesbrautar.Nú hefði verið fínt fyrir Landsnet að vera komið með nýjan jarðstreng með sama afl og núverandi lína þegar þrumuveðrið geisaði. Jarðkaplar þola vel eldingar og verða áfram inni þegar línurnar detta út. Það dygði jarðstrengur svipaður þeim sem verið er að leggja frá Nesjavöllum til Reykjavíkur. Dugar að vísu varla fyrir álver í Helguvík, verði menn svo vitlausir að byggja það, en vel fyrir nokkur netþjónabú og almenna notkun Var ekki einhver að tala um afhendingaröryggi? Kveðja. Þorvaldur Örn
Þorvaldur Örn Árnason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. mars 2008
12.9. alþjóðlegur dagur gegn stóriðju
Gott fólk Á fjölþjóðlegri ráðstefnu Saving Iceland 7. og 8. júlí s.l. ákváðu fulltrúar þeirra hópa sem sátu ráðstefnuna að halda 12. septemer hátíðlegan sem árlegan alþjóðlegan dag gegn þungaiðnaði í sínum heimalöndum. Auðvitað eru allir dagar ársins dagur gegn stóriðju eða frekari útbreiðslu hennar, en þennan dag verða sameiginleg mótmæli og aðgerðir í mörgum löndum. Til að sýna samstöðu með þeim sem verjast Landsvirkjun á bökkum Þjórsár höfum við í Saving Iceland skipulagt mótmælastöðu við stjórnarráðið klukkan 12 og síðan drífum við okkur að Þjórsárbrú, komum þar saman klukkan 15, leyfum vegfarendum að lesa á borðana okkar og fáum okkur létta máltíð við Urriðafoss. Veðurspá er ágæt til útiveru og haustið er fallegt eins og landið sem við erum að verja. FRÉTTATILKYNNING FRÁ SAVING ICELAND Alþjóðlegur dagur gegn stóriðju 12. September. Þann 12. September n.k. verða haldin mótmæli af ýmsum toga gegn útbreiðslu stóriðju, víða um heim. Saving Iceland hreyfingin er hluti af þessu átaki en útfrá baráttunni á Íslandi hafa Saving Iceland liðar lagt sig fram um að mynda tengsl við baráttuhópa gegn stóriðju í öðrum löndum. Fyrirtækin sem barist er gegn er þau sömu í Brasilíu, Trinidad, í S-Afríku og á Íslandi. Útbreiðsla þeirra þekkir engin landamæri, ekki frekar en mengunin sem hlýst af starfsemi þeirra. Þann 12. September boðar Saving Iceland til mótmælastöðu gegn fyrirhuguðum virkjunum Landsvirkjunar í Þjórsá. Fyrst við stjórnarráðið klukkan 12 á hádegi og síðan við Þjórsá þar sem gengið verður að Urriðafossi klukkan 15. "Saving Iceland mótmæla þennan dag undir yfirskriftinni "Verjum Þjórsá fyrir Græðgi Landsvirkjunar." Það er ljóst að landsmenn hafa ekki á nokkurn hátt þörf fyrir hvorki virkjanir né álver, allra síst þegar atvinnuleysi á landinu mælist innan við eitt prósent. Hin eyðileggjandi sókn Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur inn á náttúrusvæði byggir ekki á nokkrum rökum, stjórnarmenn þar á bæ hampa einungis "réttinum til að stækka," segir Sigurður Harðarson frá Saving Iceland hreyfingunni. 12. September varð til sem alþjóðlegur dagur gegn stóriðju á alþjóðlegri ráðstefnu Saving Iceland um hnattræn áhrif stóriðju, sem haldin var 7. og 8. júlí s.l. M.a. eru það íbúasamtökin Rise Against í Trinidad, Earthlife Africa í S-Afríku, Alcan´t í Indlandi, Movement of Dam Affected People í Brasilíu og Community Alliance for Positive Solutions í Ástralíu, auk Saving Iceland liða, sem standa fyrir mótmælum og aðgerðum í sínum heimalöndum þennan dag.
Sigurður Harðarson (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 10. sept. 2007
Hverjir standa á bakvið Sól á Suðurnesjum og hvar er ykkur að finna!?
Ég þakka ykkur fyrir framtakið að stofna samtökin Sól á Suðurnesjum. Mig langar til þess að leggja ykkur lið en varð hissa þegar ég sló inn ´Sól á Suðurnesjum´ á Google og ekkert kom upp, ekkert kom heldur upp þegar ég gerði slíkt hið sama á vef Víkurfrétta. Ég veit ekki hvursu auðvelt/erfitt er að setja upp vefsíðu en ég tel að samtökin þurfi að vera MUN sýnilegri til þess að vekja fólk til umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það þarf oft að hrista verulega upp í Suðurnesjafólki til þess að það hrökkvi í gír og nú er mikið í mun að gripið verði inní þessa atburðarás áður en verður um of seinan!!
Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. apr. 2007
Viðbrög við opnu bréfi Sólar á Suðurnesjum?
Ég er forvitin - fenguð þið einhver viðbrögð við bænarbréfi ykkar til fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn HS um daginn? Engin viðbrögð á netinu - ef til vil einhver tæknileg vandamál! http://valgerdurhalldorsdottir.blog.is/blog/valgerdurhalldorsdottir/entry/0
Valgerður Halldórsdóttir, þri. 24. apr. 2007
Hvar er fólkið?
Eru ekki allir sammála um sól á Suðurnesjum? Engar háspennulínur..Ef Álver, þá allar línur í jörðu..Sól og aftur sól..vonandi. Kveðja Silla. Heiðarbæ.
Sigurbjörg Eiríksdóttir (Óskráður), fös. 16. mars 2007
Samstaða er lykillinn að sigri
Það er eins og að gamli ungmennafélagsandinn sé endurvakinn á Íslandi, ekki að ég hafi haft tækifæri til að upplifa hann en það sem er núna að ske er draumi líkasta. Fundurinn í Árnesi á sunnudag var mjög þýðingarmikill þar sem fólk þustu hvaðanæva að til að sýna samstöðu. Höldum áfram á þessari braut! Grænar kveðjur, Guðrún Tryggvadóttir, alias Grasagudda (Grasagudda.is)
Guðrún Tryggvadóttir (Óskráður), þri. 13. feb. 2007
Tími til kominn.
Þetta er þarft verk að vinna að nóg er búið að menga hér á suðurnesjum og höfum við staðið í baráttu í langan tíma allavega hér í Stafneshverfi vegna mengunar frá hernum og sorphaugum. Takk fyrir góðan fund. Arnbjörn Eiríksson Nýlendu 2 Stafneshverfi.
Arnbjörn Eiríksson (Óskráður), sun. 14. jan. 2007