Góðar fréttir!

Í Morgunblaðinu í dag: "Bæjarstjórn Sandgerðis hafnar hugmyndum Landsnets um að háspennulínar verði lagðar um endilanga Miðnesheiði vegna flutnings á raforku frá virkjunum til hugsanlegs álvers í Helguvík. Bæjarstjórnin getur ekki sætt sig við þau umhverfisspjöll sem slík lína veldur auk  þess sem hún setji hömlur á framtíðaruppbyggingu bæjarfélagsins"

Sigurður Valur sér til sólarSigurður Valur, bæjarstjóri í Sandgerði sér til Sólar!

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Sandgerðinga og Sól á Suðurnesjum fagnar því að bæjarstjórn Sandgerðis standi með íbúum sínum og taki skýra afstöðu í málinu.

Góðar fréttir berast líka frá Suðurlandi í dag, næstkomandi sunnudag, 11. febrúar munu Sól á Suðurlandi og Náttúruverndarsamtök Suðurlands efna til fundar gegn áformum Landsvirkjunar um þrjár virkjanir í Neðri hluta Þjórsár. Nánar má lesa um fundinn á vef Landverndar.

Það er greinilegt að allar þær afleiðingar sem fyrirhugað álver í Helguvík og stækkun álvers í Straumsvík munu hafa á landið. Upp hafa risið hóparnir Sól í Straumi, Sól á Suðurnesjum og Sól á Suðurlandi sem allir vekja athygli á þeim miklu umhverfisspjöllum sem þessi álversáform munu hafa. Fyrsti "Sólar" hópurinn var stofnaður í Hvalfirði og var þá skammstöfunin SÓL stytting á "samtök um óspillt land" í Hvalfirði. Samtök um óspillt land á Suðurnesjum fagna því að sólin festi rætur sínar svo víða, öll erum við að berjast fyrir þvi að álfyrirtæki fái ekki að leggja undir sig þá ósnertu náttúru sem við eigum í okkar nánasta umhverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hvað segið þið um siglingaleiðina þarna skammt undan ?

http://vefblod.visir.is/public/index.php?s=598&p=19454

Pétur Þorleifsson , 11.2.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband