AÐ fara að lögum, þó það nú væri.

Menn virðast ánægðir með að "Norðurálsmenn eru samstiga okkur í því að hér verði beitt bestu fáanlegu tækni til hreinsunar á útblæstri frá álverinu".  Það gleymist að nefna að besta fáanlega tækni er lögboðin krafa skv. lögum nr. 7/1998, en ekki velvild og góðmennska Norðuráls.

 Á mannamáli hefur Bergur Sigurðsson hjá Landvernd skýrt hugtakið þannig:
“Besta fáanlega tækni hverju sinni er ódýrasta lausnin sem tilgreind er í BAT skýrslum og tryggir að ekki verði farið yfir umhverfismörk utan þynningarsvæðis. “

Í lögum 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er skilgreiningin þannig:
"Besta fáanlega tækni er framleiðsluaðferð og tækjakostur sem beitt er til að lágmarka mengun og myndun úrgangs. Tækni nær til framleiðsluaðferðar, tækjakosts, hönnunar mannvirkja, eftirlits og viðhalds búnaðarins, svo og starfrækslu hans. Með fáanlegri tækni er átt við aðgengilega framleiðsluaðferð og tækjakost (tækni) sem þróaður hefur verið til að beita í viðkomandi atvinnurekstri og skal tekið mið af tæknilegum og efnahagslegum aðstæðum. Með bestu er átt við virkustu aðferðina til að vernda alla þætti umhverfisins."

Það þarf greinilega ekki mikið til að gleðja ál og virkjunarsinna á Suðurnesjum, bara uppfylla lögin og þá eru allir hamingjusamir. Eða hvað???


mbl.is Samið um staðsetningu fyrirhugaðs álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Já, "ódýrasta lausnin".  Vothreinsun verður ekki notuð hjá Fjarðaáli því það kostar 60 til 85 milljónir dollara að setja slíkan búnað upp og 5 milljón dollara rekstrarkostnað á ári auk meiri orkunotkunar.

Pétur Þorleifsson , 13.1.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband