Hafnfirðingar kjósa, af hverju ekki Suðurnesjamenn?

Hafnfirðingar eru greinilega mjög ánægðir með að fá að taka þátt í stórum ákvörðunum bæjarfélagsins á lýðræðislegan hátt. 90% þeirra segjast munu taka þátt í kosningunum.

Svona ætti þetta auðvitað að vera í öllum sveitarfélögum og svona ætti þetta auðvitað að vera í landsmálum líka. Samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson hefur verið að skrifa bæði í Morgunblaðið og Blaðið um að lýðræði á Íslandi ætti að vera mun opnara en það er. Það fyrirkomulag sem er á lýðræðinu hér á Íslandi í dag er að verða úrelt og við þurfum þess vegna að taka það til róttækrar endurskoðunar. Björgvin skorar á Árna Sigfússon, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að endurskoða tillögu Sólar á Suðurnesjum um að kosið verði um álverið í Helguvík.

Árni tjáði okkur á þriðjudaginn að í þeim samningum sem hafa verið undirritaðir við Norðurál væru engir fyrirvarar um íbúakosningu og þess vegna kæmi hún ekki til greina ef standa ætti við samninga.

En samningurinn sem Reykjnesbær er búin að undirrita hefur einungis með þjónustu hafnarinnar og úthlutun og gerð lóðar við Helguvík að gera. Í þeim samning er ekkert um virkjana- og línumannvirki á Reykjanesskaganum talað og honum tilheyra fyrirvarar um niðurstöður af mati á umhverfisáhrifum, orkuöflun og löglega meðferð málsins.

Það ætti því ekki að vera neitt mál að leyfa Suðurnesjabúum að kjósa um það hvort þeir vilja að álversframkvæmdum í Helguvík verði leyft að spilla náttúruperlunni í bakgarðinum okkar, og halda alla gerða samninga um leið...eða hvað? Tilheyrir mati á umhverfisáhrifum ekki mat á samfélagsáhrifum? Þarf ekki að kanna hvaða áhrif framkvæmdirnar í heild sinni hafa á samfélagið og íbúa þess og hvort þeir kæra sig um þessi áhrif eða ekki?

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband