Þetta er málið.

Því hefur verið haldið fram að það besta sem Ísland getur lagt af mörkum til þess að takast á við gróðurhúsavandann sé að framleiða ál. Margt er að athuga við þá framsetningu sem margir þó hampa hátt, meira um það síðar. En víkur þá að þessari góðu frétt. Hún sýnir og sannar að Ísland getur látið gott af sér leiða í lotslagsmálum og það án þess að spilla perlunum okkar.

Við skulum leggja okkar af mörkum í loftslagsmálum en við skulum gera það af skynsemi. Með því að nýta þekkingu okkar til þess að takast á við orkuvandamál landa á borð við Indland, Azoreyjar, Kína o.fl. getum við gert mun meira gagn en sem nemur framlagi okkar sem felst í fórnum á náttúruperlum í þágu í mengandi frumframleiðslugreinar.

Fyrirtæki á borð Geysir Green Energy,HydroKraft Invest og nú Orkuveita Reykjavíkur geta látið gott af sér leiða. Þau ættu að leggja meiri áherslu á útrás, til landa þar sem þörfin er fyrir hendi, fremur en endalausar innrásir á náttúruperlurnar okkar. Gnægð er af vatnsafli og jarðvarma á Indlandi. Stjórnvöld þar hyggjast virkja sem nemur 100.000 MW fyrir 2012. Þarna gæti okkar þekking komið að góðum notum. Heimild World Bank.

Vel gert Orkuveita Reykjavíkur.


mbl.is OR rannsakar jarðhita í Djíbútí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þessi orkufyrirtæki eiga að hætta að treysta á heimamarkað og fara í útrás. Það er nóg af tækifærum í veröldinni og engin ástæða fyrir verkfræðingana að vera á Íslandi!

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 20.2.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband